Reykjanesmótið heldur áfram: Sigur í síðasta leik

Þorsteinn Finnbogason og Helgi Björn Einarsson í leiknum gegn BlikumHaukar taka á móti Stjörnunni í kvöld kl. 19.15 í Schenker-höllinni í Reykjanesmótinu. Er þetta þriðji leikur Hauka í mótinu en þeir eru búnir að vinna einn og tapa einum.

Í síðasta leik unnu þeir góðan sigur á Breiðabliki þar sem rauðir fóru með sigur af hólmi 80-62. Arryon Williams var stigahæstur Haukamanna með 22 stig og Helgi Björn Einarsson setti 20 stig ásamt því að taka níu fráköst. En hann setti öll skot sín ofaní í leiknum. Sjö teigskot og sex vítaskot – ekki amalegt!

Þeir Jón Ólafur Magnússon og Hlynur Ívarsson fengu sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki í leiknum. Þeir eru báðir 17 ára og heimasíðan óskar til hamingju með fyrstu sporin í meistaraflokknum.

Staðan í mótinu