Adam Baumruk valinn bestur í fyrsta leik U18 í Austurríki

HaukarÍslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri spilaði dag sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni, sem fram fer í Austurríki, gegn Þjóðverjum. Lokatölur urðu 22-22 og eru það einfaldlega frábær úrslit enda Þjóðverjar afar sterkir í þessum aldursflokki sem öðrum.

Adam Baumruk er fulltrúi Hauka í landsliðinu og stóð hann sig frábærlega í leiknum, skoraði 6 mörk og var eftir leik valinn besti leikmaður Íslenska liðsins í leiknum.

Næsti leikur Íslands er á morgun gegn Svíum og svo mætir Íslenska liðið Frakklandi á sunnudag.