Haukastelpur tóku á móti Fjölni í gærkvöld í blíðaskaparveðri á Ásvöllum. Lokatölur urðu 1-1 í miklum baráttu leik. Fjölnisstúlkur komist yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Karin Volpe en Haukar jöfnuðu á 18. mínútu með marki frá Hildigunni Ólafsdóttur.
Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og léku Haukastelpur flottan bolta úti á velli en gekk illa að skapa sér almennileg marktækifæri. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en smá saman tóku Fjölnisstelpur völdin á vellinum og náðu töluverðri pressu að marki Hauka í lokin en Haukavörnin hélt og liðið landaði mikilvægu stigi.
Næsti leikur Hauka er gegn ÍR á mánudagskvöldið á Ásvöllum.