Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í fótbolta taka á móti Fjölni á þriðjudagskvöldið kl.20:00 á Schenkervellinum á Ásvöllum. Þrátt fyrir að erfiðlega hafi blásið að undaförnu hjá liðinu skyldi hafa það í huga að liðið hefur spilað þrjá erfiða útileiki í röð og það getur reynst kornungu liði eins og okkar erfitt.
Nú eru stelpurnar hins vegar loksins komnar heim á Ásvelli þar sem þær eru taplausar á þessu ári, hvort sem það er í æfingaleikjum, deildarbikarleikjum eða Íslandsmóti og þær ætla sér ekkert annað en sigur gegn Fjölni.
Góður stuðningur skiptir auðvitað höfuð málið fyrir liðið og bendum við á að frítt er á alla leiki liðsins á heimavelli! Engin ástæða er því til annars en að kíkja á völlinn og hjálpa okkar bráðefnilega liðið í baráttu sinni inni á vellinum!