Haukar féllu í gærkvöld út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu eftir 6-5 tap gegn Fram í leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, Steve Lennon kom Fram yfir um miðbik seinni hálfleiks en Hilmar Trausti Arnarson jafnaði metin fyrir Hauka úr vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Í framlengingu gerðist fátt markvert utan þess að Daði Lárusson bjargaði einu sinni með stórkostlegri markvörslu.
Í vítaspyrnukeppninni brugðust svo tvær spyrnur okkar manna á meðan Fram misnotaði aðeins eina og komust því áfram í 16-liða úrslitin en Haukar sitja eftir með sárt ennið eftir fína frammistöðu.
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Hauka var tekinn í viðtal hjá fotbolta.net eftir leik og má nálgast viðtalið við hann hér: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127708
Myndaveislu fotbolta.net úr leiknum má nálgast hér: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=127717
Ítarlega umfjöllun, viðtöl og einkunnir leikmanna frá vísir.is má lesa hér: http://www.visir.is/umfjollun,-vidtol-og-einkunnir–fram—haukar-5-4-/article/2012120609371
Vefsíðan 433.is fjallaði um leikinn hér: http://www.433.is/frettir/island/umfjollun-fram-thurfti-vitakeppni-gegn-haukum1/