Haukar hafa lokið við að semja við alla leikmenn sína fyrir komandi keppnistímabil. En þeir Emil Barja, Haukur Óskarsson og Guðmundur Kári Sævarsson skrifuðu undir samninga við Hauka í dag um að leika með Haukum næstu 2 árin.
Nú liggur fyrir að Haukar munu tefla fram í 1.deild á komandi keppnistímabili þeim leikmönnum sem enduðu síðast liðið keppnistímabil með Haukum. Pétur Rúðrik Guðmundsson verður áfram þjálfari liðsins þar sem markmið Hauka er skýrt fyrir komandi keppnistímabil að endurheimta sæti í efstu deild að nýju.
Sævar Ingi Haraldsson og Óskar Ingi Magnússon hafa lagt skóna á hilluna og munu ekki spila með Haukum næsta vetur en að öðru leiti mun liðið verða með óbreyttan leikmannahóp.