Haukasigur í fyrstu umferð

HaukarHaukar sigruðu Tindastól í fyrsta leik sumarsins sem fram fór á Ásvöllum í gær. Haukar skoruðu tvö mörk gegn engu marki gestanna.

Leikurinn var sýndur í beinni á SportTV og nú er hægt að sjá mörk Hauka á netinu, með því að smella hér sem og viðtal við Guðmund Sævarsson fyrir leik og Sigurbjörn Hreiðarsson eftir leik.

Hilmar Trausti Arnarsson kom Haukum yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr hornspyrnu og Magnús Páll Gunnarsson gulltryggði siðan sigurinn með marki í uppbótartíma, eftir sendingu frá Hilmari Trausta.

Ólafur Jóhannesson var fjarri góðu gamni í gær vegna veikinda og í hans stað stýrðu Guðmundur Viðar Mete og Guðmundur Sævarsson liðinu af hliðarlínunni en þeir eru báðir meiddir.

Nokkrir leikmenn voru að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Íslandsmóti, Sverrir Garðarsson var valinn maður leiksins hjá Haukum en þetta var einmitt hans fyrsti mótsleikur fyrir Hauka, aðrir sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir Hauka í Íslandsmóti voru þeir; Hróar Sigurðsson sem fór útaf í fyrri hálfleik vegna meiðsla, Viktor Unnar Illugason, Sigurbjörn Hreiðarsson, Magnús Páll Gunnarsson sem jafnframt skoraði og svo kom Viktor Smári Segatta, lánsmaður frá FH inná í seinni hálfleik.

Næsti leikur Hauka er á miðvikudaginn í Bikarkeppni KSÍ, en þar mæta þeir 3.deildarliði Snæfells á Stykkishólmsvelli.

Næsti leikur Hauka í 1.deildinni, er hinsvegar næstkomandi laugardag er þeir heimsækja Hattarmenn heim á Egilsstaði, en Höttur eru eins og Tindastóll nýliðar í deildinni og byrjuðu mótið af krafti og báru sigur úr bítum gegn Þrótturum í gær.