Haukar – Tindastóll á morgun | Valur Fannar í banni

HaukarNú er innan við sólarhringur að 1.deild karla hefjist og er orðin mikil tilhlökkun í herbúðum Hauka fyrir fyrsta leik.

Haukar mæta nýliðum Tindastóls á Ásvöllum, eða Schenkervellinum á morgun og hefst leikurinn klukkan 14:00. Frítt er á völlinn í boði Rio Tinto Alcan. 

Lítið eru um meiðsli fyrir leikinn á morgun, þó vantar tvo miðverði í hópinn sem og Guðmund Sævarsson sem brotnaði á fæti á æfingu fyrir um mánuði síðan og mun ekki spila knattspyrnu á næstunni.

 

Guðmundur Viðar Mete sem spilað hefur með Haukum undanfarin tvö ár, hefur barist við meiðsli síðustu vikur og er ekki leikfær fyrir morgundaginn.

 

Valur Fannar Gíslason sem gekk til liðs við Hauka frá Fylki fyrir tímabilið tekur út leikbann á morgun sem hann fékk með Fylki í Pepsi-deildinni síðasta sumar. 

Miklar mannabreytingar hafa verið á hópnum frá því á síðasta tímabili, einnig hefur nýr þjálfari tekið við liðinu. Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn sem gengið hafa til liðs við Hauka sem og leikmenn sem hurfu á braut.

Komnir:
Valur Fannar Gíslason frá Fylki
Magnús Páll Gunnarsson frá Víkingi R.
Sverrir Garðarsson frá ÍBV
Sigurbjörn Hreiðarsson frá Val
Guðmundur Sævarsson frá FH
Anton Bjarnason frá ÍBV (á láni)
Viktor Unnar Illugason frá Breiðablik (á láni)
Viktor Smári Segatta frá FH (á láni)
Hróar Sigurðsson frá KR (á láni) 

Farnir:
Ásgeir Þór Ingólfsson í Val
Úlfar Hrafn Pálsson í Val
Hilmar Rafn Emilsson í Val
Grétar Atli Grétarsson í Keflavík
Þórir Guðnason í ÍR
Marteinn Gauti Andrason í ÍR
Alieu Jagne