Í kvöld föstudagskvöldið, 11. maí, verður haldið lokahóf handknattleiksdeildar Hauka. Húsið opnar kl. 19:23 og að sjálfsögðu verðum við þar sem hlutirnir gerast þ.e. í íþróttasalnum sjálfum.
Borðhald hefst kl 20:13 og munu kokkarnir Hallgrímur og Ormur grilla ofan í liðið meðan maga-rými leyfir.
Leikmenn verða heiðraðir og svo verður dansað fram á næsta dag. Allir Haukar (18 ára og eldri) velkomnir, miðaverð er einungis 2.012 krónur
Sjáumst hress
Áfram Haukar!