Stelpurnar spila til úrslita í Lengjubikarnum

HaukarHaukastelpur leika annað kvöld (föstdagskvöld) kl.19:00 á Akranesi við heimastúlkur í úrslitaleik C-deildar Lengjubikars kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar unnu sinn riðil sannfærandi og höfðu svo 2-0 sigur á Hetti í undanúrslitum sl. laugardag með mörkum frá Þórdísi Önnu Ásgeirsdóttur og Kristínu Ösp Sigurðardóttur, en sú síðarnefnda hefur verið afar iðin við kolann í vetur og nánast skorað eða lagt upp mark í hverjum einasta leik.

Íslandsmótið hefst svo hjá stelpunum annan föstudag þegar þær halda upp í Breiðholt og mæta þar ÍR-ingum fyrsta leik sumarsins í fyrstu deild kvenna.