Viktor Smári í Hauka á láni

HaukarHaukar fengu í dag lánaðan, sóknarmanninn Viktor Smára Segatta frá FH. Viktor hefur leikið allan sinn knattspyrnuferil með Fimleikafélaginu en hann gekk uppúr 2.flokki eftir síðasta tímabil. 

Viktor varð Íslandsmeistari með 2.flokki FH í fyrra en þar skoraði hann 17 mörk í 17 leikum.  Hann hefur æft með Haukum síðustu daga og í dag var síðan gengið frá lánssamningi á milli FH og Hauka.

 

Hann er nú þegar kominn með leikheimild og ætti því að geta verið í leikmannahóp Hauka á laugardaginn þegar Haukar mæta Tindastól í fyrstu umferð 1.deildar karla á Schenkervellinum að Ásvöllum.

 

Frítt er á leikinn í boði Rio Tinto Alcan – ALLIR Á VÖLLINN!