SAFÍR styður Hauka

HaukarÍ hálfleik leiks Hauka og Njarðvíkur í úrslitum Iceland Expressdeildarinnar var handsalaður af Sigurði Frey Árnasyni framkvæmdastjóra SAFÍR og Samúel Guðmundssyni formanni Körfuknattleiksdeildar Hauka nýr styrktarsamningur við SAFÍR skipa-, fasteigna- og fyrirtækjasölu. Safír hefur undanfarin tvö ár verið eitt af styrktarfyrirtækjum Hauka en hefur nú ákveðið að auka stuðning sinn við Körfuknattleiksdeild Hauka samhliða vexti SAFÍR en fyrirtækið hóf nýlega einnig að bjóða fasteignir og fyrirtæki til sölu.

Körfuknattleiksdeild Hauka þakkar SAFÍR fyrir góðan stuðning og vonast eftir áframhaldi á góðu samstarfi.