Unglingaflokkur kvenna í handknattleik eru ríkjandi Íslandsmeistarar frá 2011 einnig urðu þær bikarmeistara 2012 og nú síðast deildarmeistarar um síðustu mánaðarmót. Í lok Apríl hefst svo titilvörnin um Íslandsmeistaratitilinn 2012. Þessar stúlkur eru nú að skila sér upp á meistaraflokk og er því björt framtíð í kvennahandboltanum hjá Haukum.