Haukar urðu í gær Íslandsmeistarar B-liða eftir sigur á KR 90-87 í jöfnum og spennandi leik. Strákarnir hafa æft vel í vetur og er uppskeran glæsileg eftir miklar og þrotlausar æfingar. Liðið hefur notið þess að hafa stóran og breiðan leikmanna hóp úr að velja og hefur samkeppni um stöður í liðinu verið hörð enda hafa um 20 leikmenn æft með liðinu í vetur. Eins og sjá má þá hefur liðið á að skipa reynslu miklum köppum í bland við yngri reynslu minni leikmenn.
Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!