Í dag voru veitt verðlaun fyrir seinni helming Iceland Expressdeildar kvenna og áttu Haukar þar tvær glæsilegar körfuboltakonur Írisi Sverrisdóttur og Jence Ann Rhoads.
Íris var valinn í 5 manna úrvalslið seinnihluta íslandsmótsins enda búinn að eiga mjög gott tímabil með 13,3 stig, 3,8 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum í vetur.
Þá var Jence Ann Rhoads valinn dugnaðarforkur seinnihluta mótsins enda búinn að vera frábær leiðtogi fyrir lið Hauka í vetur. Hún gerir aðra leikmenn liðs Hauka enn betri. Auk þess að skora um 18,7 stig gefa 7,5 stoðsendingar og 7 fráköst að meðaltali í leik þá er hún gríðarlega góður varnarmaður sem gefur aldrei neitt eftir baráttulaust og ávalt með bros á vör!
Heimasíðan óskar þeim Írisi og Jence til hamingju með viðurkenninguna.