Emil Barja var valinn leikmaður 15. umferðar af vefsíðunni Karfan.is fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík í Iceland Express-deildinni. Haukarnir unnu þar mikilvægan sigur og liðið er komið á sigurbraut í IE-deildinni.
Emil átti stórleik gegn Keflavík þar sem hann var aðaldriffjöðurinn í sókninni sem og í vörninni og átti stóran þátt í sigri Hauka sem hafðist í framlengingu.
Emil skoraði 23 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar og var með 27 í framlag í heildina.
Til hamingju Emil.
Frétt um málið á Karfan.is