Haukastelpur úr leik í bikarnum

HaukarHaukastelpurnar í körfunni féllu í gærkvöld úr Poweradebikarkeppninni á vægast sagt dramatískan hátt í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lokatölur urðu 75-73 eftir hádramatískan leik þar sem okkar stelpur náðu að knýja fram framlengingu með því að setja niður þriggjastiga skot þegar um þrjár sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma. Því miður voru heimastúlkur í Njarðvík sterkari í framlengingunni eins og áður sagði, en ekki mátti miklu muna að leikurinn yrið tvíframlengdur því skot sem Haukar áttu sekúndubrotum eftir að leiktíminn rann út sem fór ofan í, karfan var þó auðvitað ekki gild.

 

Stig/fráköst/stoðsendingar Hauka í leiknum: Jence Ann Rhoads 29/10 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 20/4 fráköst, Hope Elam 11/17 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, María Lind Sigurðardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2/7 fráköst, Sara Pálmadóttir 2/5 fráköst.

 

Ítarlegri umfjöllun um leikinn má lesa á karfan.is með því að smella hér: http://karfan.is/frettir/2012/02/14/spennutryllir_i_ljonagryfjunni_-_graenar_i_hollina