Stjórn skákdeildar

HaukarNý stjórn skákdeildar var kjörin á aðalfundi deildarinnar 7. febrúar 2012.  

Stjórnina skipa Auðbergur Magnússon, Þorvarður Ólafsson, Jón Þór Helgason og Ragnar Árnason.  Þá var skipað í barna og unglingaráð deildarinnar en þar sitja Jón Þór Helgason og Anna Sigurðardóttir, en leitað verður til fleiri foreldra um að taka þátt í öflugu unglingastarfi deildarinnar.

Skákæfingar fyrir börn og unglinga eru á þriðjudögum milli 17:00 og 19:00.  Skákæfingar fyrir eldri iðkendur er á þriðjudögum kl. 19:30 til 22:00.

Við hvetjum alla skákáhugamenn til að mæta.