Haukar unnu góðan sigur á Snæfelli í kvöld 66-60 í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Iceland Expressdeildar kvenna. Með sigrinum í kvöld komust Haukar í 3 sætið með jafnmörg stig og KR en Haukar hafa betur í inbyrðis viðureignum við KR.
Leikurinn einkenndist af sterkum vörnum beggja liða þar sem ekkert var gefið eftir. Hvorugt liðið var að sýna sínar bestu hliðar í sókninni og voru skotin ekki að fara niður úr opnum færum.
Jence Rhoads fylgdi eftir frábærum leik sýnum gegn KR og var besti maður liðsins í kvöld. Tölfræði leiksins liggur ekki fyrir en hún skoraði um 30 stig og tók fjölmörg fráköst og mataði samherja sína með fjölmörgum sendingum. Frábær leikmaður sem aftur er farinn að sína þá takta á leikvellinum sem hún sýndi í upphafi tímabils. Hún skartaði í kvöld nýju vopni sem Bjarni þjálfari hefur verið að vinna í en Jence setti niður þrjár þriggja stiga körfur úr jafnmörgum skotum.
Haukar leiddu leikinn nánast allan tíman þó var forskotið aldrei mikið fór hæst í 7 stig þar til undir lokinn þegar Haukar náðu mest 11 stiga forskoti í stöðunni 58-47. Snæfell komst einu sinni yfir og var það í byrjun þriðja leikhluta eftir að Snæfell hafði byrjað þriðja leikkluta með 3-9 spretti sem skilaði þeim forystu 38-39.
Hope Elam hefur átt mun betri leiki á þessu tímabili en setti þó niður mikilvægar körfur á næstu mínútum ásamt að Jence, Guðrún og Íris fóru að hitta úr 3 stiga skotum sínum gegn svæðisvörn gestanna sem hafði virkað vel á fyrstu mínútum þriðja leikhluta. Haukar breyttu stöðunni á stuttum tíma í 47-42 og höfðu síðan örugg tök á leiknum allt til enda og unnu nokkuð öruggan sigur.