Haukar mæta Valsmönnum í kvöld kl. 19:15 en þessi leikur er liðinu afar mikilvægur í ljósi þess að Haukar sitja í 11. sæti deildarinnar en Valur í því 12. Nú er góður möguleiki fyrir strákana að snúa við taflinu og komast á sigurbraut.
Hayward Fain, nýr leikmaður liðsins, mun spila með Haukum í kvöld en hann kemur í stað Jovonni Shuler sem óskaði eftir lausn undan undan samningi á dögunum.