KFÍ vann sinn annan sigur á Haukum í Lengjubikarnum í gærkvöld þegar að liðin mættust á Ísafirði í seinni leik liðanna. Leikurinn var jafn alveg fram í loka fjórðunginn þar sem að Haukar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn.
Haukar leiddu nánast allan leikinn en þó ekki nema með tveim til sex stigum og vantaði ávallt að Haukar skiptu í 5. gír og kláruðu dæmið. Mikið var flautað og voru okkar leikmenn í villuvandræðum og þegar leiknum var lokið höfðu þrír Haukamenn yfirgefið völlinn með fimm villur og tveir til viðbótar voru með fjórar villur.
Haukar leiddu með sex stigum 69-75 um miðjan fjórða leikhluta en þá kom slæmur kafli sem að KFÍ menn nýttu sér. Þeir skoruðu 12 stig í röð og breyttu stöðunni í 81-75. Haukar náðu ekki taktinum eftir það og þurftu að sætta sig við 11 stiga tap 93-82.
Jovanni Shuler var stigahæstur Hauka með 28 stig og Chris Smith var með 19 stig.
Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn gegn Tindastóli í Schenkerhöllinni.