Dregið í Poweradebikar karla

Nú rétt í þessu var dregið í Poweradebikar karla en þar eiga Haukar tvo fulltrúa. B lið Hauka var skráð til leiks og spiluðu þeir í forkeppni bikarkepninnar á sunnudaginn síðastliðin þar sem að þeir unnu lið Kötlu og því ljóst að bæði lið Hauka mundu vera í pottinum fyrir 32 liða úrslitin.

Haukar drógust gegn Grindavík og taka upp þráðinn þar sem þeir skildu við hann á síðasta ári en Grindavík vann nauman sigur á liði Hauka á síðustu leiktíð í 8 liða úrslitum. Þá var leikið á Ásvöllum en nú munu leikar fara fram í Grindavík.

Haukar B drógust gegn liði Breiðabliks og munu því grænir koma á Ásvelli en reglan er sú í þessari umferð að það lið sem er „rankað“ neðar fær heimavallaréttinn. 

Leikið verðu helgina 9.-11. desember.

Allur drátturinn:

1. Reynir S · Hamar
2. Ármann · Skallagrímur
3. Grindavík · Haukar 
4. Stjarnan b · Stjarnan
5. ÍR · Keflavík
6. Haukar b · Breiðablik
7. Patrekur · Njarðvík b
8. Víkingur Ó. · Þór Þ. 
9. KFÍ · FSu
10. KR b · Höttur
11. Álftanes · Tindastóll
12. ÍBV · Þór A.
13. ÍA · Fjölnir 
14. Valur · Snæfell 
15. ÍG · Njarðvík 
16. Mostri · KR