Knattspyrnufélagið Haukar hefur gengið frá samningi við Val Fannar Gíslason og Magnús Pál Gunnarsson um að þeir leiki með félaginu.
Valur Fannar hefur verið einn helsti máttarstólpi Fylgis og fyrirliði liðsins undanfarin ár. Valur Fannar hefur ýmist leikið sem varnar eða miðjumaður og Haukar vænta mikils af honum á næstu árum.
Valur Fannar: „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og þeim krafti sem ég hef fundið fyrir hjá Haukum. Markmið okkar Hauka eru skýr, við ætlum okkur stóra hluti og að sjálfsögðu er stefnan sett á að fara upp í úrvalsdeild á næsta tímabili“.
Óli Jó, þjálfari Hauka: „Það er frábært að fá Val Fannar til liðs við okkur. Hann mun klárlega styrkja lið Hauka verulega og reynsla hans mun vega þungt í markmiðum okkar að fara upp í úrvalsdeild“.
Magnús Páll: „Ég hlakka til að leika með Haukum og vona að ég eigi eftir að leggja mitt af mörkum til þess að félagið komist upp í úrvalsdeild. Ég er ánægður með þann mikla metnað sem ég finn hjá stjórnendum og ég treysti þjálfaranum og aðstoðarmanni hans til að finna réttu leiðirnar til árangurs”.
Ólafur Jó, þjálfari Hauka: „Það er mikill fengur að Magnúsi í okkar herbúðum. Hann er góðu framherji með góða skallatækni og bronsskórinn sem hann fékk árið 2007 og 23 mörk í 23 leikjum á síðasta keppnistímabili í Þýskalandi segja sitt um styrkleika hans“.
Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild: Nánari upplýsingar: Magnús Gunnarsson, sími 665-8910, magnus@haukar.is