Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild Hauka.
Pétur Ingvarsson, þjálfari meistaraflokks karla hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu sem þjálfari meistaraflokksliðs Hauka síðast liðin 4.ár.
Körfuknattleiksdeild Hauka þakkar Pétri kærlega fyrir vel unnin störf á þeim fjórum árum sem Pétur hefur verið þjálfari meistaraflokks karla. Pétur tók við liðinu í fyrstu deild og skilaði því í 4 liða úrslit Powerade bikarins og í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar á síðasta keppnistímabili sem jafnframt var fyrsta tímabil Hauka í efstu deild í nokkur ár.
Pétur er mikill fagmaður í þjálfun mikill keppnismaður og með brennandi áhuga á íþróttinni sem hefur skilað sér í árangri liðsins og góðu starfi hans.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka og meistaraflokksráð karla hefur átt traust og gott samstarf við Pétur Ingvarsson á þessum árum og telur deildin að mikil eftirsjá sé af starfskröftum hans af þessum vettvangi. Pétur er og verður ávallt Haukamaður og vonast stjórn körfuknattleiksdeildar til að geta fengið síðar að njóta krafta hans áfram innan félagsins.
Hafinn er leit að eftirmanni Péturs í þjálfarastöðu hjá meistaraflokki Hauka.
Fyrir hönd stjórnar og meistaraflokksráðs karla
Samúel Guðmundsson og Magnús Ingi Óskarsson