Upphitun á Bjössabar á fimmtudaginn.

HaukarEins og fram hefur komið er Hafnarfjarðarslagur í N1 deild karla nú á fimmtudaginn þegar Haukastrákarnir fara í Krikann. Ákveðið hefur verið að hafa upphitun á Bjössabar fyrir leikinn þar sem seldar verða pylsur og drykkir. Tilvalið að hittast á Ásvöllum fyrir leikinn og skapa góða stemmningu sem síðan verður flutt í Krikann. Fjörið byrjar kl. 17.30 á Ásvöllum en leikurinn hefst síðan kl. 19.30 í Krikanum.

Allir að mæta, áfram Haukar!