Haukar mæta í kvöld Fjölni í IE-deildinni og er ljóst að Haukaliðið þarf á sigri að halda. Liðin mættust í Lengjubikarnum fyrir alls ekki löngu og sigruðu Haukarnir þá með einu stigi.
Liðið hefur alls ekki farið jafn vel af stað og í fyrra og hafa því miður ekki unnið leik í deildinni. Það hins vegar býr mun meira í liðinu og kominn tími til að strákarnir sýni sitt rétta andlit.
Það verður mikið um að vera á leiknum en frítt verður inn í boði Sbarro og Subway. Á milli leikhluta verður svo hægt að freista gæfunnar í ýmiskonar skotleikjum þar sem í boði er veislubakki frá Subway, fjölskylduboð frá Sbarro, gjafabréf í Fjarðarkaup og svo verðu Coka Cola skotið á sínum stað.
Það stendur ekki til að liðið verði í botnbaráttunni í vetur og því verður strikið sett upp á við. Það er klárt mál að stuðningur við liðið spilar stóran þátt í því og í kvöld viljum við fá fullt hús áhorfenda til að hvetja strákana.
Grillið verður að sjálfsögðu á sínum stað þar sem hægt er að krækja sér í ljúffengan borgara gegn vægu gjaldi.
Áfram Haukar.