Fjórir Haukamenn í úrvalsliði HSÍ

Nú í hádeginu voru 4 leikmenn meistaraflokks Hauka valdir í úrvalslið HSÍ sem mætir íslenska landsliðinu í æfingarleik annað kvöld.

Leikmennirnir sem voru valdir eru hornamennirnir Freyr Brynjarsson og Gylfi Gylfason, miðjumaðurinn Tjörvi Þorgeirsson og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson en leikurinn fer fram í Laugardalshöll á morgun föstudag kl. 20:00. Við hvetjum alla Haukamenn til þess að mæta á leikinn og hvetja Haukamennina áfram, en í landsliðinu er einnig einn leikmaður Hauka en það er markmaðurinn Aron Rafn Eðvarðsson.