Tæpt í Keflavík

Litlu munaði hjá Sævari og félögum í gærkvöldHaukar töpuðu fyrir Keflavík með minnsta mögulega mun, 103-102, gegn Keflavík í gærkvöld þegar að liðin mættust í Reykjanesmótinu. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar en Davíð Páll Hermanns. jafnaði metin þegar um 5 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma.

Haukar byrjuðu leikinn ekki vel og voru snemma búnir að hleypa Keflvíkingum langt frá sér. Magnús Gunnarsson var sjóðandi heitur fyrir Keflavík og skoraði 21 stig í fyrri hálfleik og 37 í leiknum öllum og var hann aðaldriffjöður Keflavíkur. Haukaliðið virtist ekki vera tilbúið í verkefnið í fyrri hálfleik og voru um tíma 17 stigum undir en allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik.

Haukar náðu að minnka muninn í tvö stig þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum. Mike Ringgold fékk þá sína fimmtu villu og tæknivillu í kjölfarið og Keflavík jók muninn á skömmum tíma í átta stig. Haukaliðið sem sýnt hafði mikinn karakter við að vinna upp þennan 17 stiga mun sýndi hann aftur og minnkuðu muninn í tvö stig enn á ný og að lokum jöfnuðu þeir þegar að 5 sek. voru eftir. Keflvíkingar reyndu skot sem geigaði og framlengja þurfti.

Í framlengingunni voru Haukar betri aðilinn nánast allan tímann. Haukastrákar náðu að komast yfir í fyrsta skiptið í leiknum og juku muninn í 5 stig. Keflvíkingar náðu að jafna og komast fjórum stigum yfir og aðeins voru eftir örfáar sekúndur á leikklukkunni. Sævar Ingi Haraldsson smellti svo niður þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og úrslitin því 103-102 fyrir Keflavík.

Jovanni Shuler var stigahæstur Hauka með 29 stig og næstir honum voru Mike Ringgold og Sævar Ingi Haraldsson með 14 stig hvor.

Næst leikur liðið gegn Stjörnunni á föstudaginn kl. 19:15 í Ásgarði.