Nýr samningur við Servida/Besta

Í morgun var gengið frá nýjum samstarfssamningi á milli Hauka og Servida/Besta. Haukar hafa undanfarin ár verið í góðu samstarfi við Servida sem sameinaðist Besta fyrri nokkru og heitir nú Servida/Besta. Vonandi verður nýr samstarfssamningur báðum aðilum til hagsbóta en hann nær líka yfir fjáröflunarvörur og því mikilvægt að Haukar versli fjáröflunarvörur af samstarfsaðilum eins og Servida/Besta. Á heimasíðunni, haukar.is, er komin krækja sem heitir Fjáröflunarvörur undir dálkinn Þjónustusíður sem er hægra megin á síðunni. Endilega fara þar inn og kynna sér vöruúrvalið.

Áfram Haukar!