Haukar höfðu sigur á Njarðvíkingum í Reykjanesmóti karla í gærkvöld og var þetta jafnframt fyrsti leikur Hauka á mótinu. Mikill haustbragur var á liðnunum og töpuðu liðin samanlagt um 50 boltum.
Leikurinn var hraður og leiddu Njarðvíkingar nánast allan leikinn eða þangað til í lokinn þegar að vörn Hauka náði góðum stoppum sem gáfu af sér auðveldar körfur. Haukar unnu að lokum átta stiga sigur 78-70.
Jovonni Shuler var stigahæstur Haukamanna með 27 stig en auk þess tók hann 11 fráköst og stal 4 boltum. Mike Ringgold var með 26 stig og 8 fráköst.