Það styttist óðfluga í að Íslandsmótið í körfubolta hefjist og fáum við áhorfendur smá nasaþef af því sem koma skal í kvöld þegar að Haukar spila á Reykjanesmóti karla í körfuknattleik. Ekki hefur verið leikið á Reykjanesmóti í nokkur ár en ákveðið var að endurvekja mótið í ár.
Grænklæddir Njarðvíkingar munu koma á Ásvelli og leika við Hauka. Frítt verður á völlinn og mun leikurinn hefjast kl. 19:15. Er þetta fyrsti leikur Hauka á mótinu og verður gaman að sjá hvernig strákarnir koma undan sumri.
Haukar TV munu slá grasið af sjónvarpsbúnaði sínum og reyna að senda leikinn út og vonandi tekst það án nokkurra hnökra.
Hér má sjá leikjaplan Reykjanesmótsins:
Miðvikudagur 14. september klukkan 19:15
Haukar – Njarðvík á Ásvöllum
Stjarnan – Grindavík í Ásgarði
Keflavík – Breiðablik á Sunnubraut
Þriðjudagur 20. september klukkan 19:15
Grindavík – Njarðvík í Röstinni
Breiðablik – Stjarnan í Smáranum
Keflavík – Haukar á Sunnubraut
Föstudagur 23. september klukkan 19:15
Grindavík – Breiðablik í Röstinni
Stjarnan – Haukar í Ásgarði
Njarðvík – Keflavík í Ljónagryfjunni
Þriðjudagur 27. september klukkan 19:15
Haukar – Breiðablik á Ásvöllum
Njarðvík – Stjarnan í Ljónagryfjunni
Keflavík – Grindavík á Sunnubraut
Föstudagur 30. september klukkan 19:15
Breiðablik – Njarðvík í Smáranum
Grindavík – Haukar í Röstinni
Stjarnan – Keflavík í Ásgarði