Guðrún Ámundadóttir endurnýjar samning við Hauka

Guðrún Ámundadóttir endurnýjar saming við HaukaGuðrún Ámundadóttir endurnýjaði í dag samning við Hauka. Guðrún hefur verið lykilmaður undanfarin ár í liði Hauka og staðið sig mjög vel í leikjum liðsins.

Guðrún er þekkt fyrir mikla baráttu þó sérstaklega í vörn þar sem hún smitar baráttu sinni út til annarra leikmanna. Mikið mun mæða á Guðrúnu í vetur við að binda saman vörn Hauka sem og að styðja yngri leikmenn Hauka sem munu í vetur taka meiri þátt í leik liðsins.