Jence Rhoads til hauka

Jence RhoadsHaukar hafa hafa ráðið til sín öflugan leikstjórnanda Jence Rhoads sem spilað hefur undanfarin ár með Vanderbilt skólanum. Jence er 181 cm hár leikstjórnandi sem getur leikið margar stöður inná vellinum vegna hæðar sinnar. Jence hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sínum ferli þó hún sé einungis 23 ára en þar ber hæst að hún var heiðruð af AP All-American og þá komst hún ein af 50 leikmönnum s.l. vor inn á Naismith Watch Listan fyrir WNBA þann sama lista og Helena okkar Sverrisdóttir komst inná.

Á síðasta tímabili skoraði Jence að meðaltali 11,7 stig tók 4,9 fráköst og átti 4,8 stoðsendingar í leik. Hún er jafnframt eini leikmaðurinn í sögu Vanderbilt skólans sem skorað hefur 1100 stig, gefið 500 stoðsendingar og tekið 400 fráköst. Á síðasta tímabili var Jence einn af þrem fyrirliðum liðsins.  

Á slóðinni http://vucommodores.cstv.com/sports/w-baskbl/mtt/rhoads_jence00.html og http://www.2xinc.com/content/clients/basketballguards/15-guards/716-rhoads-jence.html má finna frekari og nánari upplýsingar um leikmanninn og myndband úr leik með henni.

Heimasíðan náði tali af þjálfara Haukastelpnanna Bjarna Magnússyni Bjarni Magg

sem var að vonum ánægður með að hafa náð svo öflugum leikmanni til liðsins. „ Já við vonumst til að hún sé sá leikmaður sem liðið hefur vantað til að stýra leik liðsins. Af umsögnum um leikmanninn má ráða að þar fer leiðtogi sem getur stýrt liðinu til sigurs og væntum við mikils af henni á næstu leiktíð.“ Hvað með liðið á næstu leiktíð? „það hefur orðið nokkuð brottfall úr þeim stóra æfingahópi sem var hjá Haukum í fyrra en lið var þá með tvö lið. Stærsta breytingin er þó að Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur ákveðið að flytja út til Svíþjóðar og verður erfiðast að fylla skarð hennar í liðinu. Það verður þó sami kjarni leikmanna áfram og munu ungu stelpurnar fá meiri ábyrgð í vetur á leik liðsins, sem þær eiga án efa eftir að höndla vel.“