Fótbolti karla á Ásvöllum á laugardag, Haukar – KA

HaukarHaukar taka á móti KA í 1. deild karla á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 16:00. Eins og venjan er þegar Haukar taka á móti liðum verður leikurinn leikinn á gervigrasinu að Ásvöllum. 

Haukar eru í 3. sæti deildarinnar með 24 stig en KA í því 10. með 14 stig. Í fyrri umferðinni unnu Haukar KA á útivelli 0-2, með mörkum frá Hilmari Rafn Emilssyni og Hilmari Trausta Arnarssyni snemma í fyrri hálfleik.

Haukar unnu ÍR á heimavelli í síðustu umferð 3-2 og hafa nú spilað fjóra leiki í röð í deildinni, unnuð þrjá og gert eitt jafntefli.

Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur fyrir Hauka því með sigri verðum við einungis fjórum stigum á eftir Selfyssingum sem eru í 2. sæti en þeir unnu í gær, Leikni á heimavelli 1-0.

Leikurinn verður sýndur í beinni á HaukarTV hér á Haukar.is ef allt fer eftir óskum, sem við auðvitað vonum að verði. 

Allir á völlinn – ÁFRAM HAUKAR!