Haukar heimsækja Bí/Bolungarvík í dag, laugardag

HaukarÁ Tofnesvelli á Ísafirði mætast BÍ/Bolungarvík og Haukar í 1.deild karla og hefst leikurinn klukkan 15:30. Þetta er loka leikur í 13.umferðinni og eru Haukar í 3.sæti deildarinnar með 20 stig en Vestfirðingar eru hinsvegar einungis einu stigi á eftir Haukum í 6.sætinu.

Haukar hafa verið á ágætis skriði að undanförnu en eru samt sem áður 8 stigum á eftir Selfyssingum sem eru í 2.sæti.

Það er mikið um forföll í liði Hauka í dag, Haukar eru eins og flestir vita með fjóra fulltrúa í U-18 ára landsliði Íslands sem leika á æfingamóti í Svíþjóð þessa dagana, þar af eru tveir af þeim búnir að vera byrjunarliðsmenn í sumar, Björgvin Stefánsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson. 

 

Þá hefur verið nokkuð um meiðsli og veikindi í vikunni og því óvíst hvernig Magnús Gylfason þjálfari liðsins mun stilla upp liðinu.

En vegna mikilla forfalla opnast tækifæri fyrir nýja leikmenn og eru tveir leikmenn í hóp í dag í fyrsta sinn, tveir nýjir leikmenn Hauka, þeir Marteinn Urbancic sem kemur til Hauka á láni frá Val og hinsvegar Alieu Jagne sem fékk leikheimild hjá Haukum í fyrradag en hann kemur til Hauka frá GIF Sundsvall í Svíþjóð. Jagne hefur æft hjá Haukum í nokkra daga.

Við sendum baráttu kveðjur vestur á Ísafjörð og hvetjum að sjálfsögðu alla Haukara fyrir vestan og annars staðar að fjölmenna á Torfnesvöllinn.

Leikir BÍ/Bolungarvíkur hafa yfirleitt verið sýndir beint á netinu, líkt og HaukarTV. Heimasíða BÍ/Bolungarvíkur er : www.bibol.is og er um að gera að athuga hvort leikurinn verði sýndur þar á eftir.