Það var Ásgeir Þór Ingólfsson sem tryggði Haukum sinn fyrsta heimasigur í 1.deildinni í sumar með marki á 89.mínútu og kom Haukum með því marki yfir 2-1. Ásgeir lék vel á einn varnarmann Selfyssinga inn í teig og lagði síðan boltann framhjá Jóhann Ólafi í marki Selfoss.
Selfyssingar komumst hinsvegar yfir snemma leiks með marki frá Jón Daða Böðvarssyni. Adam var ekki lengi í paradís hjá Selfyssingum því ungstirnið sem hefur kemur sífellt meira á óvart, Björgvin Stefánsson jafnaði metin með frábæru skoti sem Jóhann Ólafur í marki Selfoss náði ekki að upp í. Björgvin var fyrr um daginn valinn í fyrsta sinn í lokahóp Íslands í knattspyrnu fædda árið 1994 og síðar, ásamt þremur öðrum Haukurum.
Haukar eiga heimaleik strax aftur á föstudaginn þegar leikmenn Víkings Ólafsvíkur heimsækja Ásvellina. Sá leikur hefst klukkan 20.00.
Eftir leikinn gegn Selfoss er fyrri umferðin í 1.deild karla lokið. Haukar fengu 17 stig í 11 leikjum, og sitja í 4.sæti deildarinnar.
Haukar léku fimm heimaleiki í fyrri umferðinni og uppskáru þar fimm stig, þeir spiluðu hinsvegar sex útileiki og fengu í þeim leikjum 12 stig.
Nú er bara að gera betur í seinni umferðinni og þá er aldrei að vita hvort við náum að vera í topp tveimur efstu sætunum.
Þangað til næst – Áfram Haukar!