Haukar – Fjölnir Í KVÖLD kl. 20:00 á Ásvöllum

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/dfa markv. mynd .jpgMeistaraflokkur kvenna leikur við Fjölni í kvöld á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 20:00.

Það er óhætt að segja að leikurinn skiptir miklu um það hvort liðanna kemst í úrslitaleikina um laus sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. 

Fjölnir er sem stendur í öðru sæti B-riðiils 1. deildar þremur stigum á undan Haukum. Bæði lið hafa leikið 6 leiki og er Fjölnir með 15 stig en Haukar með 12 stig. Selfoss er taplaust á toppnum með 21 stig eftir 7 leiki. Sjá nánar á http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186

Haukastúlkur eru ákveðnar í að skila þremur stigum í hús eins og þær gerðu svo eftirminnilega í síðasta leik við ÍR.  Haukar í horni og aðrir stuðningsmenn Hauka eru hvattir til að mæta á Ásvelli í kvöld og styðja stelpurnar okkar til sigurs.

Haukar bjóða áhorfendum frítt á leiki Haukastúlkna í 1. deildinni í ár.  

Áfram Haukar!