Haukar – Fjölnir á miðvikudagskvöld á Ásvöllum

 images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/5. jl 2011 haukar - r 3-0. myndir  22 - copy.jpgMeistaraflokkur kvenna leikur við Fjölni á miðvikudagskvöld á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 20:00.

Það er óhætt að segja að leikurinn skiptir miklu um það hvort liðanna kemst í úrslitaleikina um laus sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. 

Fjölnir er sem stendur í öðru sæti B-riðiils 1. deildar þremur stigum á undan Haukum. Bæði lið hafa leikið 6 leiki og er Fjölnir með 15 stig en Haukar með 12 stig. Selfoss er taplaust á toppnum með 18 stig. Sjá nánar á http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186.

Haukastelpur eru ákveðnar í að skila þremur stigum í hús eins og þær gerðu svo eftirminnilega í síðasta leik við ÍR.  Við látum nokkrar myndir frá þeim leik fylgja með og hvetjum um leið stuðningsmenn Hauka til að mæta vel og styðja stelpurnar okkar til sigurs.

 

  Áfram Haukar!

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/5. jl 2011 haukar - r 3-0. myndir  65 - copy.jpgimages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/5. jl 2011 haukar - r 3-0. myndir  36 - copy.jpgimages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/5. jl 2011 haukar - r 3-0. myndir  17 - copy.jpgimages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/5. jl 2011 haukar - r 3-0. myndir  30 - copy.jpg