Lovísa Henningsdóttir mun halda til Danmerkur næsta haust og taka þátt í verkefni sem að fyrrum þjálfari Snæfells, Geof Kotila, mun stýra. Lovísa mun búa í Nyborg og stunda þar nám samhliða því að æfa körfuknattleik í körfubolta akademíu Kotila.
Lovísa sagði í sambandi við mbl.is í dag að það væri mikið tækifæri að fá að fara í þetta prógram og hún vonaðist til að þroskast sem leikmaður og koma sterkari og betri til baka. Kemur Lovísa til með að spila í danskri deildarkeppni en alls verða þarna tvö stráka lið og eitt stelpulið sem skráð verða til leiks.