Kári Jónsson tryggði Haukum íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki karla á sunnudaginn síðastliðinn er hann skoraði úr glæsilegu þriggja stiga skoti. Fjölnir TV sýndi alla leiki sem fóru fram um helgina og náðu skoti Kára í mynd og hafa nú gefið það út á netinu.
Sigurkörfuna má sjá í meðfylgjandi myndbandi en þar fer Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari mfl. Fjölnis, á kostum og hreinlega tapar sér í útsendingunni.