Almenningsíþróttadeild Hauka stofnar Hjólahóp þriðjudaginn 12. Apríl 2011

HaukarHópurinn er ætlaður öllum almenningi sem áhuga hefur á að stunda reglulega líkamsrækt með því að hjóla um Hafnarfjörð og nágrenni á reglubundnum æfingatímum. Stofnfundurinn verður haldinn að Ásvöllum á 80 ára afmælisdegi Hauka 12. Apríl 2011 kl.18:30. Fundurinn er opinn öllum sem hafa yfir hjóli að ráða, hvort sem það er keppnishjól eða  hjól með blómakörfu.  

Áhugsamir eru hvattir til að mæta á stofnfundinn og kynna sér málið,  og taka þátt í skemmtilegum félagsskap.  

Sjáumst hress.

 

Stjórn Almenningsíþróttadeildar