Undanúrslit yngriflokka um helgina

Örn Sigurðarson var valinn maður leiksins í úrslitaleik unglingaflokks í fyrraUm helgina fara fram undanúrslit yngri flokka í körfuknattleik og eiga Haukar þrjá fulltrúa þar. Spilað verður á föstudag og laugardag og úrslitin sjálf fara svo fram á sunnudaginn. Allir leikir fara fram í Laugardalshöllinni.

Unglingaflokkur ríður á vaðið en þeir hafa titil að verja. Þessir kappar unnu fyrir skemmstu gull í Bikarkeppni KKÍ og eru til alls líklegir. Leikur þeirra fer fram á föstudaginn kl. 18:00 gegn Snæfell/Skallagrími. Haukar lentu í þriðja sæti deildarinnar en Snæfell/Skallagrímur í öðru.

Á laugardaginn leika svo Unglingaflokkur kvenna og 9. flokkur karla. Unglingaflokkur kvenna leikur kl. 09:00 og mætir liði Keflavíkur. Haukar lentu í öðru sæti deildarinnar en Keflavík í því þriðja og unnu Haukar báðar viðureignir liðanna í vetur. Keflvíkingar eru hins vegar til alls líklegir og ljóst að þarna verður hart barist.

9. flokkur karla leikur strax á eftir stelpunum eða kl. 10:30 og mæta þar liði Grindavíkur. Haukar tryggðu sér efsta sæti A-riðils á síðustu törneringu en Grindavík í því fjórða. Haukar og Grindavík ásamt KR og Stjörnunni verða því í baráttunni um titilinn en þarna eru fjögur fyrnasterk lið á ferðinni. KR er ríkjandi Íslandsmeistari en Haukar eru staðráðnir í því að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn en þeir hafa tvisvar sinnum unnið gullið í þessum aldursflokki