Haukar unnu Snæfell í kvöld 77-67 í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þar með jafna þeir einvígið og knýja fram oddaleik sem verður í Stykkishólmi á miðvikudag.
Það var mikill fjöldi áhorfenda á Ásvöllum í kvöld og þessi góði stuðningur hjálpaði liðinu að leggja Íslandsmeistaranna að velli.
Haukarnir byrjuðu mjög vel og komust í 8-0 með körfum frá Gerald Robinson og Erni Sigurðarsyni. Hólmarar náðu að jafna og komast yfir en þeir leiddu eftir fyrsta 19-21. Haukar voru einu stigi yfir í hálfleik og eftir þrjá leikhluta leiddu þeir með 5 stigum.
Lokaleikhlutinn var æsispennandi en Haukar unnu sanngjarnan sigur.
Allir leikmenn Hauka áttu gott kvöld þar sem liðsheildin bar sigur úr býtum. Gerald Robinson var sterkur í kvöld með 27 stig og 13 fráköst. Semaj Inge var flottur með 16 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Haukur Óskarsson var með 16 stig en 12 þeirra komu úr þristum og komu þeir allir í seinni hálfleik. Voru það einu þriggja-stiga skot Hauka sem rötuðu rétta leið. Örn Sigurðarson var einnig flottur í kvöld en hann var með 12 stig og 9 fráköst.
Næsti leikur er á miðvikudag.
Áfram Haukar