Bryndís markvörður á batavegi

Bryndís Jónsdóttir markvörður Hauka í handboltanumBryndís Jónsdóttir markvörður Hauka í handboltanum sleit nýverið krossbönd. Hún fór í aðgerð í byrjun vikunnar og að sögn Bryndísar tókst aðgerðin vel og er hún á batavegi. Bryndís á von á að geta byrjað að spila aftur eftir um það bil 8 mánuði en það veltur á því hversu vel endurhæfingin muni ganga.

Við óskum Bryndísi góðs bata og vonum að þessa öfluga handboltakona muni fyrr en síðar vera farin að standa aftur á milli stanganna í marki Hauka.