Haukar með þrjá leikmenn í U17 karla í knattspyrnu

HaukarGunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn er tekur þátt í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Ungverjalandi. Þrír leikmenn Hauka hafa verið valdir í þennan hóp en þeir eru:
Magnús Gunnarsson, Aran Nganpanya og Aron Jóhann Pétursson.
Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru: Rúmenía, Ungverjaland og Rússland.
Efsta þjóðin í riðlinum tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Serbíu.

Fyrsti leikurinn er gegn Rúmenum 24. mars, við heimamenn verður leikið 26. mars og lokaleikurinn í riðlinum er gegn Rússum, þriðjudaginn 29. mars.

Sjá úrslit leikja á heimasíðu KSÍ -> http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=23885