Emil frá næstu vikuna

 

Karfan.is hefur náð í skottið á Emil Barja leikstjórnanda Hauka og heyrði örlítið í honum en Emil varð fyrir því óláni að fá fingur í augað í leiknum í gær. Eins og fram kemur á karfan.is fór Emil í aðgerð á auga í morgun og þurfti að sauma sex spor í augnlokið á honum.
Við grípum í fréttina hjá karfan.is
Emil Barja leikstjórnandi Hauka verð fyrir því óláni í leik Hauka og KFÍ í gær að fá fingur í augað og neyddist til að yfirgefa völlinn. Ljóst var að þegar slysið var að þetta var frekar alvarlegt en Emil er þekktur fyrir það að gefast ekki upp þrátt fyrir mikil átök á dansgólfinu.
Þegar að betur var að gáð blæddi úr auganu og hann sá ekkert og var þá rokið með hann upp á bráðamóttöku. Hann fór þar í skoðun og var svo sendur heim. Leikmenn Hauka heyrðu í honum eftir að leiknum lauk og var þá Emil orðinn hress miðað við atvik.
 
Emil fór í augnaðgerð í morgun, þar sem að læknar vildu frekar að hún yrði framkvæmd á augnlæknaskurðstofu, þar sem að augnlokið saumað sem og pípur sem liggja undir því.
 
Karfan náði í skottið á Emil eftir að hann kom úr aðgerð og sagðist hann bara vera nokkuð hress.
Greinina í heild má lesa á karfan.is