Yfirlýsing frá Davíði Páli

 

Davíð Páll Hermannsson leikmaður meistaraflokks í körfu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leiknum í gærkvöld gegn KFÍ.
„Ég, Davíð Páll Hermannsson, biðst innilegrar afsökunar á óíþróttamannslegri framkomu minni í leik Hauka og KFÍ í gærkvöldi.
 
Hvorki deildin, leikmenn liðanna, dómarar né áhorfendur eiga að þurfa að horfa upp á slíkt agaleysi af minni hálfu.
 
Ég ábyrgist að þetta mun ekki koma fyrir aftur og bið aftur alla hlutaðeigandi afsökunar.“
 
Davíð Páll Hermannsson.