Haukar tryggðu sæti sitt í úrslitakeppni IE – deildarinnar með góðum sigri á KFÍ í gærkvöld. Sigur Hauka varð ekki öryggur fyrr en í lok fjórða leikhluta en á tveggja mínútna kafla keyrðu Haukar upp muninn og unnu að lokum með 20 stigum 88-68.
Haukum gekk illa að koma sér í gang og voru undir með 11 stigum um miðjan annan leihkluta. Síðustu fjórar mínútur annars leikhluta hrökk allt í gang hjá Haukaliðin og þeir fóru með eins stigs forksot inn í leikhléið.
Gerald Robinson var atkvæðamestur Haukamanna með 25 stig og 14 fráköst en honum næstur var Örn Sigurðarson með 20 stig og 9 fráköst.
Umfjöllun á öðrum miðlum:
Umfjöllun um leikinn á karfan.is
Viðtal við Pétur á karfan.is
Tölfræði leiksins.
Umfjöllun á mbl.is
Viðtal við Pétur á mbl.is