Magnús Gylfason ráðinn þjálfari mfl. karla í knattspyrnu

Heimir Heimisson, Magnús Gylfaon og Páll Guðmundsson við undirritun samningsins í hádeginuÍ hádeginu í dag var skrifað undir 3ja ára samning við Magnús Gylfason en hann tekur við þjálfun meistara­flokks karla í knattspyrnu af Andra Marteinssyni. Magnús er vel þekktur og hefur áður þjálfað yngri landslið Íslands ásamt því að þjálfa hjá KR, ÍBV og Víkingi. Viðræður Magnúsar og Hauka tóku skamman tíma enda fannst Magnúsi það spennandi og ögrandi verkefni að taka við Haukum.
„Haukar hafa lagt mikinn metnað í uppbyggingu sem er nú að skila sér í yngri landsliðum Íslands og frábærum árangri yngri flokka félagsins. Haukar hafa á að skipa einu besta þjálfara­teymi sem ég þekki í yngri flokkum og framtíðin er björt. Fyrir eru sterkir og reynslumiklir leikmenn sem nú hafa fengið nasaþefinn af úrvalsdeildinni og hungrar í að komast þangað aftur en þangað hefur stefnan verið tekin. Unnið verður markvisst að þessu verkefni sem tryggja á Haukum framtíðarbúsetu á meðal þeirra bestu. Mér finnst því  spennandi að taka við þessu verkefni núna.“ Segir Magnús.

Haukar vilja þakka Andra Marteinssyni fyrir frábært starf og tekur Magnús við góðu búi. Það er metnaðarfullt starf í knattspyrnunni á Ásvöllum og uppbygging undanfarinna ára miðar að því að félagið tryggi sér framtíðarveru í úrvalsdeildinni. Þetta er þolinmótt verkefni og með ráðningu Magnúsar eru Haukamenn sannfærðir um að félagið hafa færst einu skrefi nær þessu markmiði. 

Hafnarfirði 9. mars 2011.

Jón Björn Skúlason, formaður knattspyrnudeildar Hauka
skulason@newenergy.is  s. 863 6510