Nýr samstarfsaðili, RB rúm ehf.

Nýverið bættist RB rúm í hóp fjölmargra samstarfsaðila Hauka. RB rúm er eitt af þessum gamalgrónu og vönduðu fjölskyldufyrirtækjum sem Hafnfirðingar hafa átt viðskipti við í áratugi og viðskiptavinahópurinn fyrir löngu kominn langt út fyrir bæjarmörkin. Nýverið hlaut fyrirtækið alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun en það er bara eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þessi verðlaun ár hvert.
RB rúm leggur mikið upp úr vandaðri vöru á sanngjörnu verði ásamt því að veita góða þjónustu.

Haukar í horni fá 5% afslátt hjá RB rúmum, nánari upplýsingar um vöruúrval RB rúma er hægt að sjá á www.rbrum.is

Viltu vera Haukur í horni, sendu póst á bokhald@haukar.is